Rob Ford hættur við framboðið

Rob Ford.
Rob Ford. AFP

Hinn umdeildi borgarstjóri Toronto-borgar í Kanada, Rob Ford, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt til embættis borgarstjóra en borgarstjórnarkosningar fara fram 27. október í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í maga. Þessu lýsti hann yfir í dag samkvæmt frétt AFP.

Ford sagðist hafa tekið ákvörðun sína eftir að hafa ráðfært sig við fjölskyldu sína og lækna. Hann þyrfti að einbeita sér að því að ná bata. Mikið verkefni væri framundan í þeim efnum og hann þyrfti á öllum sínum kröftum að halda til þess að sigrast á því.

Ford sagðist hafa tekið ákvörðunina með sorg í hjarta. Hann hefði hins vegar beðið bróður sinn Doug að taka við keflinu í kosningabaráttunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert