Hryðjuverkahópurinn Ríki Íslam birti í kvöld myndband af því sem sagt er vera aftaka breska hjálparstarfsmannsins Davids Haines. Hópurinn lýsti því yfir að Haines hefði verið gerður höfðinu styttri sökum þess að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur heitið stuðningi við Bandaríkin í stríðinu gegn Ríki Íslam.
Þetta er þriðja aftaka Ríkis Íslam sem gerð er með svipuðum hætti á undanförnum vikum. Tveir bandarískir blaðamenn sem teknir voru höndum í Sýrlandi voru einnig líflátnir og aftakan tekin upp á myndband.
Haines er 44 ára og fæddist í Skotlandi. Hann var tekinn sem gísl í Sýrlandi í mars 2013. Hann starfaði fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og hefur starfað á Balkanskaganum, Afríku og í miðausturlöndum.