Ætla að ganga frá Ríki Íslams

Af­taka Rík­is Íslam á hjálp­ar­starfs­mann­in­um Dav­id Haines hef­ur hleypt illu blóði í Breta. Fyrr­ver­andi hers­höfðingj­ar hafa verið áber­andi á frétta­stofu Sky og þeirra skila­boð eru skýr. Ganga skal milli bols og höfuðs á meðlim­um Rík­is Íslams. Rétt eins og gert var við Haines.

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um af­tök­una eru Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti. Í gær­kvöldi fjallaði mbl.is um yf­ir­lýs­ingu Ca­merons sem ætl­ar að hundelta þá meðlmi Ríki Íslams sem stóðu að af­tök­unni.

Banda­ríkja­for­seti var einnig ber­orður þegar hann tjáði sig um af­tök­una. Obama sagði Banda­rík­in standa við bakið á Bretlandi á þess­um erfiðu tím­um. Einnig að Banda­rík­in muni vinna með Bretlandi og öðrum ríkj­um sem standi að banda­lagi gegn Ríki Íslams. „Við mun­um finna þá sem frömdu þenn­an sví­v­irðilega glæp, við mun­um tryggja að rétt­læti nái fram að ganga og ganga frá þeirri ógn sem vest­ræn­um ríkj­um staf­ar af þess­um sam­tök­um.“

Fram­ferði þeirra, að birta mynd­bönd af af­tök­um á vest­ræn­um borg­ur­um, hef­ur orðið til þess að Vest­ur­lönd beina sjón­um sér­stak­lega að sam­tök­un­um. Það sem sér­fræðing­ar sem rætt hafa við Sky frétta­stof­una nefna er að það verða eng­ar samn­ingaviðræður við Ríki Íslam. Ráðist verði gegn sam­tök­un­um með loft­árás­um og af full­um þunga. Sam­tök­in séu skipu­lögð en ekki mjög tækni­lega vel út­bú­in.

Þá hef­ur verið nefnt að sam­tök­in séu búin að taka yfir mun meira svæði en þau ráða yfir og því ætti að vera ein­fald­ara en ella að brjóta þau niður á hverj­um stað.

Frétt mbl.is: Morðið ein­skær illska

Frétt mbl.is: Segj­ast hafa tekið Haines af lífi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert