Leið best við að hjálpa öðrum

Úr myndbandinu þar sem David Haines er afhöfðaður.
Úr myndbandinu þar sem David Haines er afhöfðaður. AFP

Breski hjálp­ar­starfsmaður­inn Dav­id Haines var fyrr­ver­andi hermaður sem hafði eytt síðastliðnum árum í hjálp­ar­starfi á stríðshrjáðum svæðum. Hann er nýj­asta og þriðja op­in­bera fórn­ar­lamb sam­tak­anna sem kenna sig við Ríki Íslams en í gær birtu þau mynd­band af af­töku hans. 

Haines var fjör­tíu og fjög­urra ára tveggja barna faðir og lýs­ir bróðir hans hon­um sem venju­leg­um lífs­glöðum manni sem leið best í erfiðum kring­um­stæðum. Haines var meðlim­ur í kon­ung­lega flug­hern­um og vann síðar með hjálp­ar­sam­tök­um á Balk­anskaga, í Líb­ýu, S-Súd­an og Sýr­landi. Hann starfaði á veg­um frönsku sam­tak­anna NGO þegar hon­um var rænt í mars 2013 ásamt sam­starfs­manni sín­um Federico Mot­ka. Mot­ka var lát­inn laus í maí sl. en ekk­ert frétt­ist hins veg­ar af Haines fyrr en hon­um var hótað í mynd­bandi sem sam­tök­in létu frá sér fyrr í mánuðinum þar sem banda­ríski blaðamaður­inn Steven Sotloff var af­höfðaður.

Sama um trú­ar­brögð eða kynþátt

Bróðir hans seg­ir Haines hafa verið myrt­an með köldu blóði. Hann sagði að hans yrði sár­lega saknað og minnt­ist góðra stunda í æsku með bróður sín­um þegar þeir voru í tjaldúti­legu og á ferðalög­um. „Hann var góður bróður. Til staðar þegar ég þurfti á hon­um að halda. Ég vona að hon­um hafi fund­ist það sama um mig,“ sagði hann. Í réttu skapi gat hann miðpunkt­ur at­hygl­inn­ar og líf og fjör í kring­um hann en á öðrum stund­um al­gjör kvöl og pína að um­gang­ast. „Hann myndi ör­ugg­lega segja það sama um mig,“ sagði hann.

„Hann hjálpaði hverj­um þeim sem þurfti á hjálp að halda og leit al­gjör­lega fram­hjá kynþætti og trú­ar­brögðum,“ sagði bróðir hans.

Frétt mbl.is: Ekki mús­lím­ar held­ur skrímsli

Frétt mbl.is: Ætla að ganga frá ríki íslams

Hnífurinn sem notaður var til að skera höfuðið af David …
Hníf­ur­inn sem notaður var til að skera höfuðið af Dav­id Haines. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert