Rob Ford í lyfjameðferð

Rob Ford fyrr á þessu ári.
Rob Ford fyrr á þessu ári. AFP

Rob Ford, borgarstjóri Toronto, sem vakti heimsathygli þegar að myndband af honum að reykja krakk komst á  yfirborðið, mun hefja lyfjameðferð fljótlega en hann greindist nýlega með krabbamein í maga.

Þetta sagði læknir hans í dag. Ford hefur verið á sjúkrahúsi í rannsóknum síðustu vikuna. Neyddist hann til þess að hætta við framboð sitt í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara 27. október. 

Borgarstjórinn, sem er 45 ára gamall, sneri aftur til vinnu í júní eftir að hafa verið í meðferð við eiturlyfja og áfengisfíkn í tvo mánuði.

Ford fór á sjúkrahús í síðustu viku eftir að hafa fundið fyrir miklum kviðverkjum. Í ljós kom að hann var með krabbameinsæxli í maga.

Næstu mánuði mun Ford fara reglulega í þriggja daga lyfjameðferð sem á að minnka æxlið, sem er 12 sinnum 12 sentímetrar að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert