BBC: Skotar áfram í konungdæminu

Skoski fáninn (t.v.) og fáni breska konungdæmisins blakta við hún.
Skoski fáninn (t.v.) og fáni breska konungdæmisins blakta við hún. mbl.is/afp

Skotland verður áfram í breska konungdæminu, samkvæmt útgönguspá BBC sem birt var rétt í þessu. Telur sjónvarpið að sambandssinnar fái 55% atkvæða en sjálfstæðissinnar 45%. Úrslit í þjóðaratkvæðinu um sjálfstæði Skotlands liggja fyrir í 26 sýslum af 32 og reyndust nei-in 54% en já-in 46%.

Við talningu atkvæða höfðu klukkan 6:15 að íslenskum tíma komið 1.397.000 „nei“ upp úr kjörkössunum en 1.176.000 „já“. Til að fá meirihluta í þjóðaratkvæðinu þarf 1.852.828 atkvæði.

BBC segist byggja útgönguspá sína meðal annars á niðurstöðum í þeim kjördæmum þar sem úrslit liggja fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert