„Eftir samræður, rökræður og vandaðar vangaveltur í marga mánuði, höfum við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Elísabet Bretadrottning, en hún hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu kosninga gærdagsins.
Drottningin bendir á að íbúar Skotlands og annarra landa væri eflaust heitt í hamsi eða yfir sig ánægðir. Nú værir mikilvægt að halda áfram, halda ró sinni og muna að þrátt fyrir skiptar skoðaðir, er það ástin á landinu sem sameinar fólkið.
„Ég og fjölskylda mín munum gera allt það sem við getum til að hjálpa ykkur og styðja í þessu mikilvæga verkefni.“