Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, sagðist í morgun anda léttar eftir að fyrir lá að Skotar hefðu hafnað sjálfstæði frá breska konungdæminu í þjóðaratkvæði í gær.
„Ég viðurkenni það að mér er létt vegna niðurstaðnanna,“ sagði Schulz við þýska fjölmiðla aðspurður um niðurstöðu þjóðaratkvæðisins. „Næst þegar ég hitti David Cameron [forsætisráðherra Bretlands] þá ætla ég að segja honum að ég vilji sjá sameinað Bretland í sameinaðri Evrópu.“