Leita að manni vegna hvarfs stúlku

Maðurinn er talinn hafa séð stúlkuna daginn sem hún hvarf.
Maðurinn er talinn hafa séð stúlkuna daginn sem hún hvarf. Wikipedia

Lögregla í Bretlandi hefur nú leitað að Alice Gross, 14 ára, í rúmlega rúmlega þrjár vikur en ekkert hefur sést til hennar frá 28. ágúst sl. Síðast sást til hennar á öryggismyndavélum við skipaskurð nálægt Brentford Lock á leið frá ánni Thames.

Bakpoki hennar fannst viku eftir að Gross hvarf en farsími hennar hefur ekki fundist.

Talinn hafa séð stúlkuna

Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins en honum var sleppt gegn tryggingu. Nú leitar lögregla að öðrum manni, Arnis Zalkalns, en til hans sást á sömu öryggismyndavél og Gross og er því ljóst að hann var á ferðinni á sama svæði á svipuðum tíma.

Maðurinn var á hjóli en lögregla fann hjólið í húsi þar sem hann bjó áður. Réttarmeinafræðingar leita nú í húsinu.

Myrti eiginkona og gróf í skógi

Maðurinn er 41 ár og frá Lettlandi. Lögregla telur líklegt að hann hafi séð stúlkuna þennan dag. Hann hlaut dóm í heimalandi sínu seint á síðustu öld fyrir að myrða eiginkonu sína og grafa hana í skógi. Arnis Zalkalns afplánaði 8 ára dóm og flutti til Bretlands árið 2007.

Þá var hann einnig handtekinn, grunaður um að hafa áreitt 14 ára stúlku. Hann var þó aldrei kærður.

Maðurinn hefur ekki notað bankareikning sinn eða farsíma frá 3. september sl. Þá hefur hann ekki komið heim, en hann á kærustu og barn. Hann skildi vegabréf sitt eftir heima.

Frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert