Salmond hyggst segja af sér

Alex Salmond, forsætisráðherra Skotlands.
Alex Salmond, forsætisráðherra Skotlands. AFP

Alex Salmond, forsætisráðherra Skotlands, mun segja af sér í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands sem fór fram í gær. 55,42% Skota vildu ekki að landið yrði sjálfstætt ríki. Hann hyggst einnig segja af sér sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins.

„Skot­land hef­ur ákveðið, á þessu stigi, að ger­ast ekki sjálf­stætt ríki,“ sagði Alex Salmond, for­sæt­is­ráðherra Skot­lands, þegar úr­slit­in í þjóðar­at­kvæðinu lágu fyr­ir í morgun. Kvaðst Salmond una niður­stöðunni en hann leiddi bar­áttu sjálf­stæðissinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka