Komst langleiðina í Hvíta húsið

Hvíta húsið í Washington D.C.
Hvíta húsið í Washington D.C. Mynd/Wikipedia

Öryggisvarðasveitir bandarísku leyniþjónustunnar sætir nú mikilli gagnrýni eftir að óþekktum manni tókst að komast alla leiðina að inngangi Hvíta hússins eftir að hafa stokkið yfir girðinguna sem umlykur húsið. 

Maðurinn sem braust inn á lóðina er sagður vera hinn 42 ára gamli Omar J. Gonzalez. Hann var handtekinn á staðnum. Ekki er vitað hvað honum gekk til með innbrotinu. 

Vegna atburðarins þurfti að rýma húsið af öryggisástæðum en það er afar sjaldan gert. Töluverð ringulreið myndaðist við rýminguna en öryggislögreglan hljóp um ganga hússins og rak á eftir ringluðu starfsfólki. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, var sjálfur nýbúinn að yfirgefa húsið ásamt dætrum sínum þegar atvikið átti sér stað. 

Yfirmenn öryggissveitanna hafa nú lofað að farið verði yfir verkferla og séð til þess að slíkt eigi sér ekki stað aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert