Komst langleiðina í Hvíta húsið

Hvíta húsið í Washington D.C.
Hvíta húsið í Washington D.C. Mynd/Wikipedia

Örygg­is­varðasveit­ir banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar sæt­ir nú mik­illi gagn­rýni eft­ir að óþekkt­um manni tókst að kom­ast alla leiðina að inn­gangi Hvíta húss­ins eft­ir að hafa stokkið yfir girðing­una sem um­lyk­ur húsið. 

Maður­inn sem braust inn á lóðina er sagður vera hinn 42 ára gamli Omar J. Gonza­lez. Hann var hand­tek­inn á staðnum. Ekki er vitað hvað hon­um gekk til með inn­brot­inu. 

Vegna at­b­urðar­ins þurfti að rýma húsið af ör­ygg­is­ástæðum en það er afar sjald­an gert. Tölu­verð ringul­reið myndaðist við rým­ing­una en ör­ygg­is­lög­regl­an hljóp um ganga húss­ins og rak á eft­ir ringluðu starfs­fólki. Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, var sjálf­ur ný­bú­inn að yf­ir­gefa húsið ásamt dætr­um sín­um þegar at­vikið átti sér stað. 

Yf­ir­menn ör­ygg­is­sveit­anna hafa nú lofað að farið verði yfir verk­ferla og séð til þess að slíkt eigi sér ekki stað aft­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert