150 símtöl borist Lundúnalögreglunni

Alice Gross hvarf þann 28. ágúst sl.
Alice Gross hvarf þann 28. ágúst sl. Veggspjald þar sem lýst er eftir stúlkunni

Yfir 150 símtöl frá fólki sem telur sig hafa upplýsingar um hvarf bresku skólastúlkunnar Alice Gross hafa borist Lundúnalögreglunni síðan í gær, en þá hóf lögreglan rannsókn á nákvæmri atburðarrás daginn sem Gross hvarf, 28. ágúst sl., eins og talið er að hún hafi verið. Þetta kemur fram á vef Sky news fréttastofunnar.

Fjöl­skylda Gross, sem er 14 ára gömul og hvarf fyr­ir fjór­um vik­um, sendi í gærmorg­un frá sér hjart­næma beiðni til stúlk­unn­ar um að koma heim svo fjöl­skyld­an geti sam­ein­ast á ný. Fjöl­skyld­an biðlaði einnig til al­menn­ings um að hafa sam­band ef þeir hafi ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar sem geti komið að gagni við leit­ina. 

Líkt og fram hef­ur komið hvarf Alice Gross þann 28. ág­úst í Eal­ing í vest­ur­hluta Lund­úna­borg­ar. Bak­poki henn­ar fannst skammt frá stíg við ána Brent, milli Hanwell brú­ar­inn­ar og Grand Uni­on skipa­sk­urðar­ins þann 2. sept­em­ber. Á myndskeiði úr öryggismyndavél sást Gross ganga meðfram skipaskurðinum klukkan 16.26 þann 28. ágúst, en ekkert hefur spurst til hennar síðan.

Lög­regl­an hef­ur rúm­lega fer­tug­an Letta, Arn­is Zalkaln, grunaðan um aðild að hvarfi henn­ar og hef­ur verið lýst eft­ir hon­um. Ekk­ert hef­ur spurst til Zalkaln frá 3. sept­em­ber og í síðustu viku leitaði lög­regl­an til starfs­fé­laga sinna í Lett­landi um að kanna hvort Zalkalns hafi snúið aft­ur til heima­lands­ins. Þar var hann dæmd­ur fyr­ir að hafa myrt eig­in­konu sína árið 1998 og sat í fang­elsi fyr­ir morðið í sjö ár.

Svæði í Elthorne Park, almenningsgarði í vestur-London sem rannsakað var af lögreglu gaf engar vísbendingar um hvarf Gross og telja lögreglumenn víst að svæðið tengist ekki rannsókn málsins.

„Við elskum þig og söknum þín“

Viðamesta aðgerð lögreglu í 9 ár

Lögreglan gagnrýnd fyrir störf sín

Arnis Zalkalns er grunaður um að hafa átt aðild að …
Arnis Zalkalns er grunaður um að hafa átt aðild að hvarfi Alice Gross. Ljósmynd/Lundúnalögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert