Ontake gýs í Japan

Ontake hefur rumskað.
Ontake hefur rumskað. AFP

Eldfjallið Ontake í Japan hóf að gjósa í dag og spúir það nú ösku og grjóti. Fram kemur í japönskum fjölmiðlum að 11 göngumenn hafi slasast og hafi sjö þeirra misst meðvitund. Þá urðu um 150 manns að leita skjóls í skálum sem eru skammt frá tindi fjallsins.

Fjallið er mjög vinsælt meðal göngufólks.

Gosið hófst um miðjan dag að japönskum tíma. Ontake er næst hæsta eldfjall landsins, 3.067 metrar á hæð. Það er liggur á milli héraðanna Nagano og Gifu.

Reykur sést stíga til himins og hefur aska lagst yfir skála í nágrenninu. Svo virðist sem að rúður hafi brotnað í nokkrum húsum. 

Shuichi Mukai, sem rekur fjallaskála skammt frá tindi fjallsins, segist hafa heyrt miklar drunur. Hann segir að um 15 cm þykkt öskulag þeki jörðina.

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur fyrirskipað hernum að senda hersveitir á vettvang til að koma göngufólkinu til bjargar. 

Fjallgöngumaðurinn Keiji Aoki tók þessa mynd í hlíðum fjallsins í …
Fjallgöngumaðurinn Keiji Aoki tók þessa mynd í hlíðum fjallsins í dag. AFP
Hér sést göngufólk yfirgefa svæðið í dag.
Hér sést göngufólk yfirgefa svæðið í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert