„Við gátum ekki andað“

„Steinar úr eldgosinu féllu eins og haglél,“ sagði maður sem staddur var á eldfjallinu Ontake í Japan þegar það fór að gjósa í gær, í samtali við breska ríkisútvarpið. „Við gátum ekki andað svo við héldum handklæðum fyrir munnum okkar. Við gátum ekki heldur opnað á okkur augun.“

Annar maður sem staddur var á fjallinu sagði í samtali við fréttastofuna: „Askan frá eldgosinu féll svo hratt að ég gat ekki hlaupið frá henni. Ég hef miklar áhyggjur af fólkinu sem enn er á fjallinu.“

Þrjátíu og einn fjallgöngumaður hefur fundist látinn á fjallinu og þar af hafa fjórir verið úrskurðaðir látnir. Í Jap­an er ekki gef­in út yf­ir­lýs­ing um að ein­hver hafi dáið fyrr en lækn­ir hef­ur gefið út dán­ar­vott­orð. Þetta er mesta mann­tjón í eld­gosi í Jap­an síðan 43 fór­ust þegar eld­fjallið Unzen gaus árið 1991.

Enn er 45 göngumanna saknað, en leit hefur verið frestað þar til á morgun vegna hættu á eiturgufum á svæðinu.

Um 250 fjall­göngu­menn voru á fjall­inu þegar eld­gosið hófst en flestir komust öruggir niður. 

Onta­ke er um um 200 km vest­ur af Tokyo. Fjallið er um 3.000 metra hátt og að jafnaði er fjöldi ferðamanna í fjall­inu.

Hér má sjá myndband sem göngumaður tók þegar askan lagðist yfir hlíðar fjallsins.

Ontake í Japan fór að gjósa í gær.
Ontake í Japan fór að gjósa í gær. AFP
Mikil aska hylur nú hlíðar fjallsins.
Mikil aska hylur nú hlíðar fjallsins. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert