Lögðu áherslu á að finna síma Alice

Alice Gross hvarf þann 28. ágúst sl.
Alice Gross hvarf þann 28. ágúst sl. Veggspjald þar sem lýst er eftir stúlkunni

Lögregla hefur nú slætt Grand Union-skipaskurðinn í Ealing í vesturhluta Lundúnaborgar þar sem hin fjórtán ára gamla Alice Gross sást síðast hinn 28. ágúst sl. Umfangsmikil leit að stúlkunni hefur staðið yfir síðastliðinn mánuð, án árangurs.

Skurðurinn var slæddur í von um að munir í eigu hennar, til að mynda síminn hennar, myndu koma í leitirnar, en svo var ekki. Leit heldur því áfram að stúlkunni. Hlauparar sem tóku þátt í hálfu maraþoni í Ealing í gær báru gula borða til að vekja athygli á leitinni. Þá voru borðarnir einnig bundnir við tré og girðingar þar sem Alice sást síðast.

Konunglegi breski flugherinn (RAF) hefur samið um að taka þátt í leitinni að Alice. RAF mun veita greiningu úr lofti og finna þannig svæði sem hyggilegt væri að leita á.

Mynd­ir úr ör­ygg­is­mynda­vél sem sýna Gross ganga meðfram Grand Uni­on-skipa­sk­urðinum í Eal­ing í vest­ur­hluta Lund­úna­borg­ar hinn 28. ág­úst sl. eru helstu vís­bend­ing­ar lög­reglu um hvar hana er að finna. Bak­poki henn­ar fannst skammt frá stíg við ána Brent, milli Hanwell brú­ar­inn­ar og skipa­sk­urðar­ins hinn 2. sept­em­ber.

Flugherinn tekur þátt í leitinni

„Við elsk­um þig og sökn­um þín“

Viðamesta aðgerð lög­reglu í 9 ár

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert