Dánarorsök Alice óljós

Alice Gross
Alice Gross PA / Metropolit­an police

Krufning á líki bresku unglingsstúlkunnar Alice Gross leiddi ekki í ljós hvert banamein hennar var. Þetta kemur fram á vef Sky News. 

Alice hvarf þann 28.ágúst síðastliðinn en lík hennar fannst í ánni Brent í vesturhluta London fyrr í vikunni. Bresk lögregluyfirvöld segja hvern þann sem faldi líkið hafa lagt talsvert á sig við að tryggja að það yrði ekki fundið.

Síðast sást til Alice á lífi þar sem hún gekk meðfram Grand Union skurðinum og á upptökum úr öryggismyndavélum má sjá Lett­ann Arn­is Zalkalns hjóla á eftir henni. 

Zalkalns er dæmdur morðingi og er sterklega grunaður um að hafa myrt Alice en hann hvarf sjálfur þann 3. september og vinnur breska lögreglan nú með lettneskum yfirvöldum að því að finna hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert