19 manns handteknir í Hong Kong

Mótmælendur stöðva lögreglubíl.
Mótmælendur stöðva lögreglubíl. AFP

Lögreglan í Hong Kong hefur 19 manns í haldi eftir að mótmælendur urðu fyrir blóðugum árásum af hendi hópa sem hliðhollir eru kínverskum yfirvöldum. Af þeim sem lögregla hefur í haldi eru átta grunaðir um að vera meðlimir glæpagengja.

Hantökurnar áttu sér stað eftir að leiðtogar mótmælenda höfðu gefið út að hætt yrði við að funda með yfirvöldum Hong Kong. Segja leiðtogarnir lögreglu ekki hafa komið mótmælendum til varnar eða aðstoðar þegar hinir hóparnir réðust á þá. Þá halda þeir því jafnframt fram að árásirnar hafi verið framkvæmdar af óþokkum sem fengju borgað úr vasa yfirvalda fyrir að ganga í skrokk á mótmælendum og valda þeim vandræðum.

Amnesty International hefur einnig gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa staðið hjá og horft upp á ofbeldið eiga sér stað.

Mótmælendur hafa borið aðgerðir lögreglu gagnvart árásarmönnunum saman við aðgerðir hennar gegn mótmælendum síðastliðinn sunnudag. Þá skaut lögregla táragasi að mannfjöldanum og vörðu margir mótmælendur sig með regnhlífum.

Stúdentar funda með yfirvöldum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert