Er lík Zalkalns fundið?

Hvarf Alice Gross var á allra vörum í Lundúnum enda …
Hvarf Alice Gross var á allra vörum í Lundúnum enda morð ekki tíð í Ealing AFP

Lögregla sem leitar Arnis Zalkalns, manns sem er grunaður um að hafa myrt Alice Gross, fjórtán ára gamla breska stúlku, fundu lík af karlmanni í þéttu skóglendi í Boston Nanor garðinum, skammt frá Hanwell en Alice bjó í Hanwell. Lík hennar fannst á þriðjudag í ánni Brent. 

Samkvæmt frétt Daily Mail fannst líkið í dag í aðeins 1,6 km fjarlægð frá þeim stað sem lík Alice fannst. 

Alice Gross hvarf þann 28. ágúst en Zalkalns, sem er frá Lettlandi en hefur verið búsettur í Bretlandi í mörg ár, hvarf 3. september.

Síðast sást til Alice Gross við Grand Union skipaskurðinn en samkvæmt öryggismyndavélum sást Zalkalns hjóla meðfram skurðinum fimmtán mínútum eftir að Alice átti leið þar um. 

Samkvæmt frétt BBC hefur lögreglan ekki staðfest formlega að líkið sem fannst í garðinum sé af Zalkalns og ekki hefur verið upplýst um hversu lengi það hefur verið þarna.

Zalkalns er 41 árs en hann sat í sjö ár í fangelsi í Lettlandi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Hann bjó í Ealing ásamt konu og barni þegar hann hvarf í síðasta mánuði og var jafnvel talið að hann hefði flúið til Lettlands. Þegar lík Alice fannst kom fram í máli lögreglunnar að morðingi hennar hefði haft töluvert fyrir því að fela það.

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, segir að hann muni láta rannsaka gaumgæfilega morðið á Alice Gross og rannsókn á hvarfi hennar. Hann segir málið skelfilegt og að allir foreldrar hljóti að finna til með foreldrum Alice og vegna þess sem þeir hafa þurft að ganga í gegnum. 

Alice Gross
Alice Gross
Arnis Zalkalns er grunaður um að hafa átt aðild að …
Arnis Zalkalns er grunaður um að hafa átt aðild að hvarfi Alice Gross. Ljósmynd Lundúnalögreglan
CARL COURT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert