Schumacher geti lifað „eðlilegu lífi“

Michael Schumacher
Michael Schumacher AFP

Jean Todt, fyrrverandi yfirmaður hjá Ferrari, segir að Michael Schumacher komi til með að lifa „tiltölulega eðlilegu lífi“, en eins og kunnugt er fékk hann þungt högg við skíðaiðkun sem leiddi til þess að hann var meðvitundarlaus mánuðum saman. Að auki gekkst hann undir tvær aðgerðir sem björguðu lífi hans. 

Todt hefur heimsótt Schumacher sjö sinnum frá því að fyrrverandi Formúlu-1-ökumaðurinn lenti í slysi sem hélt honum á milli heims og helju mánuðum saman.

„Hann mun aldrei aka formúlubíl aftur en hann er að berjast. Ástand hans fer batnandi og, það sem mikilvægast er, hann er nú heima með fjölskyldunni,“ segir Todt.

Schumacher hefur dvalið heima hjá sér frá því í síðasta mánuði undir eftirliti lækna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert