Malala og Satyarthi fá friðarverðlaun Nóbels

Samsett mynd af verðlaunahöfunum. Kailash Satyarthi er til vinstri og …
Samsett mynd af verðlaunahöfunum. Kailash Satyarthi er til vinstri og Malala Yousafzai til hægri. AFP

Malala Yousafzai og Kailash Satyarthi hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Í umsögn nefndarinnar kom fram að þau fengju verðlaunin vegna baráttu þeirra gegn undirokun gagnvart börnum og ungu fólki. 

Malala Yousafzai er sautján ára og kemur frá Pakistan. Hún er sú yngsta sem hlotið hefur verðlaunin.

Hún var skotin í höfuðið af Talíbönum þegar hún var á leið heim úr skóla. Hún hafði barist fyrir kvenréttindum, réttindum á borð við að stúlkur fengju menntun til jafns við drengi. 

Kailash Satyarthi kemur frá Indlandi. Hann hefur barist fyrir réttindum barna. Hann er sextugur.

278 tilnefningar í ár

278 einstaklingar og samtök voru tilefnd til verðlaunanna í ár. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) hlaut verðlaunin á síðasta ári.  Viðræður nefndarinnar stóðu fyrir fram á síðustu stundu en ákvörðunin var tekin í síðustu viku.

Frans páfi, Moncef Marzouki, forseti Túnis, Vladímír Pútín, forseti Rússlands og uppljóstrarinn Edward Snowden voru meðal þeirra sem voru tilefndir í ár. 

Skotin í höfuðið fyrir að fara í skólann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert