Mörgum spurningum ósvarað um leitina

Leitað hefur verið í sænska skerjagarðinum alla helgina.
Leitað hefur verið í sænska skerjagarðinum alla helgina. AFP

Jafnvel þó að herinn segi líklegt að erlent ríki sé með starfsemi neðansjávar í sænska skerjagarðinum er mörgum spurningum enn ósvarað. Þetta segir Stefan Ring, sérfræðingur við Försvarshögskolan í Svíþjóð.

Leitað hefur verið í sænska skerjagarðinum alla helgina. Sænski herinn hefur ekki gefið ítarlegar upplýsingar um leitina en segist geta útilokað að um skemmt sjófar sé að ræða sem lent hafi í vandræðum. 

Anders Grenstad, flotaforingi í sænska hernum, sagðist á blaðamannafundi nú síðdegis, sem haldinn var vegna aðgerðanna um helgina, ekki vilja staðfesta að um erlent sjófar frá Rússlandi væri að ræða. Hann sagði aðeins að um erlenda neðansjávarstarfsemi væri að ræða.

Stefan bendir á að enn eigi eftir að svara mörgum spurningum í málinu, til að mynda um hvað málið snýst, hvaða land standi fyrir starfseminni og hvort og þá hvað landið hafi gert í landhelgi Svíþjóðar. Þetta kemur fram í frétt Sænska ríkissjónvarpsins.

Stefan segir að áhugavert sé að sænski herinn hafi neitað því að ekki sé um skemmt sjófar að ræða, sjófar sem hafi lent í vandræðum og að ekki hafi borist neyðarkall frá skipi á þessu svæði. Segist hann eiga erfitt með að trúa að hægt sé að slá staðreyndir sem þessar svo fljótt út af borðinu.

Frétt mbl.is: Vitni sá skipið hverfa ofan í sjóinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert