Sænski herinn hefur nú birt mynd af skipi sem tekin var í sænska skerjagarðinum.
Myndin, sem er tekin úr nokkurri fjarlægð, er meðal þeirra vísbendinga sem liggja fyrir vegna leitarinnar sem staðið hefur yfir frá því á föstudag.
Á blaðamannafundi sem fór fram síðdegis og sænska ríkissjónvarpið greindi frá kom fram að aðgerðinni yrði haldið áfram.
Rætt hefur verið við vitni sem segjast hafa séð skip í skerjagarðinum og voru þau beðin um að teikna það sem þau sáu.
Sá sem tók myndina sem herinn hefur nú birt segir að skipið hafi farið undir yfirborð vatnsins eftir að hann tók myndina. Ekkert skip á svæðinu sendi frá sér neyðarkall um það leyti sem myndin var tekin.
Upplýsingarnar, sem herinn segir verið trúverðuglegar, eru frá þremur stöðum í sænska Skerjagarðinum, Kanholmsfjärden, Nämdöfjärden og Jungfrufjärden. Ábendingarnar bárust á föstudaginn og í dag.
Talmaður hersins vill ekki staðfesta að skipið sé frá Rússlandi, aðeins að um erlenda neðansjávarstarfsemi sé að ræða.