Útvíkka leitina við Stokkhólm

Leitin hefur nú staðið yfir í fjóra daga.
Leitin hefur nú staðið yfir í fjóra daga. AFP

Sænski sjóherinn hefur víkkað út leit sína að dularfullu farartæki á hafsvæðinu við Stokkhólm, höfuðborg Svíþjóðar. Fram hefur komið að grunur leiki á að rússneskur kafbátur sé í vanda.

Herinn hefur beðið öll almenn skip og báta um að rýma svæðið sem liggur á milli eyjunnar Nåttarö og Danziger Gatt.

Fram hefur komið að farartæki hafi sést neðansjávar um það bil 25 km frá Stokkhólmi. 

Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur neitað því að málið tengist þeim. Þeir sögðu að hollenskur kafbátur hefði verið þarna við æfingar. Þessu vísa hollensk stjórnvöld  hins vegar á bug. 

Leitin hefur staðið yfir í fjóra daga og hefur hún verið mjög umfangsmikil. 

Sænski herinn segir vera að rannsaka málið en hann hefur neitað því að hann sé að leita að kafbát. 

Þá hefur herinn beðið öll almenn skip og báta um að halda sig í a.m.k. eins km fjarlægð frá skipum hersins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert