„Enginn tími til að vera hræddur“

Búið er að loka miðborg Ottawa á meðan lög­regluaðgerðin stend­ur …
Búið er að loka miðborg Ottawa á meðan lög­regluaðgerðin stend­ur yfir. AFP

„Ég var fullur undrunar frekar en hræðslu. Það var enginn tími til að vera hræddur,“ sagði Alain Merizier, þjónn í þinghúsinu í Ottawa í Kanada, í samtali við breska ríkisútvarpið, en hann varð vitni af því þegar skotum var hleypt af við þinghúsið í dag.

Skotum var einnig hleypt af við stríðsminnisvarða í borginni og í Rideau verslunarmiðstöðinni í dag. Einn byssumaður hefur verið skotinn til bana, en talið er að annar byssumaður gangi enn laus. 

„Ég var á leið til vinnu í þinghúsinu um klukkan 10 í morgun þegar ég heyrði sírenur og sá svartan bíl, en vissi ekki hvað hafði gerst,“ segir Merizier. „Ég sá að bílstjórinn stöðvaði bílinn og tók út byssu og hljóp svo að þinghúsinu. Ég heyrði í einu skoti og svo sá ég að lögregluþjónn hljóp á eftir honum.“

Merizier segir manninn hafa litið út fyrir að vera arabískan. „Ég sá bara einn mann. Hann var með svart sítt hár og skegg og var á svörtum bíl.“

Hermaður sem bys­sumaður skaut við stríðsminn­is­varðann í Ottawa í dag hefur látist af sárum sínum. Eft­ir að bys­sumaður­inn hafði skotið vörðinn fór hann inn í þing­húsið þar sem hann skipt­ist á skot­um við lög­reglu­menn. Einnig var skot­um hleypt af í versl­un­ar­miðstöð í dag og enn er miðborg­inni lokað á meðan aðgerðir lög­reglu standa yfir. 

At­vikið átti sér stað nokkr­um klukku­stund­um hækkaði viðbúnaðarstig lands­ins vegna hryðju­verka­ógn­ar í kjöl­far árás­ar sem átti sér stað á mánu­dag, en þá var ekið á tvo her­menn sem lét­ust. 

Ja­son Kenn­ey, at­vinnu­málaráðherra Kan­ada, hefur tjáð sig um málið á Twitter-síðu sinni.

Hermaðurinn látinn

Þrjár skotárásir í Ottawa

Skotárás í Kanada

Viðbúnaður í borg­inni er mjög mik­ill.
Viðbúnaður í borg­inni er mjög mik­ill. AFP
Lög­regla og sjúkra­liðar flytja særðan her­mann af vett­vangi árás­ar­inn­ar.
Lög­regla og sjúkra­liðar flytja særðan her­mann af vett­vangi árás­ar­inn­ar. AFP
Hermaður­inn stóð vörð við stríðsminn­is­varða í borg­inni þegar hann var …
Hermaður­inn stóð vörð við stríðsminn­is­varða í borg­inni þegar hann var skot­inn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert