„Fyrirlitleg skotárás“

Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, segir að skotárásin í og við kanadíska þinghúsið í Ottawa hafi verið fyrirlitlegur atburður. Tveir hafa látist, kanadískur hermaður og meintur byssumaður.

Harper lagði á það áherslu að ríkisstjórnin og þing landsins haldi áfram að starfa, en fundað hefur verið með leiðtogum stjórnmálaflokkana í landinu.

Hermaðurinn lést eftir að byssumaðurinn hafði skotið hann við stríðsminnisvarðann í borginni. Hann hljóp síðan inn í þnighúsið þar sem kom til skotárásar á milli hans og lögreglumanna. Einn byssumaður er látinn en hluti borgarinnar er enn lokaður á meðan leitað er að fleiri einstaklingum sem tengjast hugsanlega árásinni. 

Lögreglan boðað til blaðamannafundar í dag og þar kom fram að rannsókn málsins stæði yfir en lögreglan er með mjög mikinn viðbúnað. 

Árásin átti sér stað nokkrum klukkustundum eftir að kanadísk stjórnvöld ákváð að hækka viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðjuverkaárás í landinu, en það var gert eftir að annar hermaður lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið. Sá sem ók bifreiðinni er maður sem hafði tekið upp íslamstrú.

Fyrr í þessum mánuði greindu kanadísk stjórnvöld frá því að þau hyggðust taka þátt í aðgerðum, sem Bandaríkin leiða, gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslam í Írak. Ekki hefur fengist staðfest að árásirnar tengist hryðjuverkasamtökunum. 

Lofther Bandaríkjanna og Kanada hafa aukið viðbúnað sinn vegna atburðanna í Ottawa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka