Hermaðurinn látinn

Hermaðurinn stóð vörð við stríðsminnisvarða í borginni þegar hann var …
Hermaðurinn stóð vörð við stríðsminnisvarða í borginni þegar hann var skotinn. AFP

Hermaður sem byssumaður skaut við stríðsminnisvarðann í Ottawa í dag lést af sárum sínum. Þetta segir Jason Kenney, atvinnumálaráðherra Kanada, á Twitter-síðu sinni.

„Ég sendi fjölskyldu hermannsins samúðarkveðjur og bið fyrir þingverðinum sem særðist. Kananda verður ekki ógnað eða hótað,“ skrifaði Kenney.

Eftir að byssumaðurinn hafði skotið vörðinn fór hann inn í þinghúsið þar sem hann skiptist á skotum við lögreglumenn. 

Einnig var skotum hleypt af í verslunarmiðstöð í dag og enn er miðborginni lokað á meðan aðgerðir lögreglu standa yfir. 

Einn byssumaður er látinn en það liggur ekki fyrir hvort þeir hafi verið fleiri. 

Atvikið átti sér stað nokkrum klukkustundum hækkaði viðbúnaðarstig landsins vegna hryðjuverkaógnar í kjölfar árásar sem átti sér stað á mánudag, en þá var ekið á tvo hermenn sem létust. 

Þrjár skotárásir í Ottawa

Skotárás í Kanada

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert