Leitin að kafbátnum á nýtt stig

Mynd sem talin er sýna kafbátinn.
Mynd sem talin er sýna kafbátinn. AFP

Leitin að hinum meinta rússneska kafbáti við strendur Svíþjóðar er nú komin á nýtt stig samkvæmt Svenska Dagbladet.  

Á blaðamannafundi í dag neitaði upplýsingafulltrúi sænska hersins, Erik Lagersten, að segja í hverju þetta nýja stig fælist en sagði að aðgerðir hersins væru eftir áætlun.

Nokkuð af þeim skipum sem tekið hafa þátt í leitinni verða við höfn í dag og sama gildir um nokkrar flugvélar hersins. Yfirvöld hafa þó neitað að verið sé að draga úr rannsókninni og segja hana alveg jafn metnaðarfulla og áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert