Þrjár skotárásir í Ottawa

Viðbúnaður í borginni er mjög mikill.
Viðbúnaður í borginni er mjög mikill. AFP

Lögreglan í Ottawa í Kanada hefur staðfest að skotum hafi verið hleypt af á þremur stöðum í borginni í dag, í þinghúsinu, við stríðsminnisvarðann og í Rideau verslunarmiðstöðinni sem er austur af Parliament Hill. Þá hefur verið staðfest að einn byssumaður hafi verið skotinn til bana.

Talið er að annar byssumaður gangi enn laus. 

Hermaður sem var skotinn í borginni í dag særðist, en ekki er vitað með líðan hans, að því er fram kemur í kanadískum fjölmiðlum. Byssumaðurinn var vopnaður riffli þegar hann skaut hermanninn við stríðsminnisvarðann í miðborg Ottawa. Hann hljóp síðan inn í bifreið og ók upp að þinghúsinu og fór þangað inn. 

Þingmenn og aðrir sjónarvottar segja að nokkrum skotum hafi verið hleypt af í þinghúsinu. 

Búið er að loka miðborg Ottawa á meðan lögregluaðgerðin stendur yfir. 

Skotárás í Kanada

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert