Móðir mannsins sem skaut hermann við stríðsminnisvarða í Ottawa í gær og réðst síðan inn í kanadíska þinghúsið segist vera sorgmædd dauða þeirra sem sonur hennar skaut en ekki vegna andláts sonar síns.
Suan Bibeau felldi tár er hún ræddi við AP-fréttastofuna í gegnum síma. „Getur maður útskýrt eitthvað eins og þetta,“ sagði hún. „Okkur þykir fyrir þessu.“
Maðurinn hét Michael Zehaf-Bibeau og var 32 ára. Lögregla skaut hann til bana eftir að hann skaut hermanninn Nathan Cirillo. Hermaðurinn var 24 ára.