Vilja að skipstjórinn verði tekinn af lífi

476 farþegar voru um borð í ferjunni. 174 lifðu af.
476 farþegar voru um borð í ferjunni. 174 lifðu af. AFP

Saksóknarar í Suður-Kóreu fóru í morgun fram á dauðarefsingu yfir skipstjóra ferjunnar sem hvolfdi og sökk í apríl.

Þeir segja að hann hafi yfirgefið rúmlega 300 manns sem létu lífið. Þá fara þeir einnig fram á að þrír úr áhöfninni hljóti lífstíðardóm.  

Skipstjórinn er sagður hafa yfirgefið skipið án þess að gera tilraun til að bjarga farþegunum. Þá segja saksóknarnir að hann hafi gripið til afsakana og lyga og ekki sýnt iðrun og því væri farið fram á dauðarefsingu.

Sjálfur hefur skipstjórinn sagt að hann eigi skilið að vera tekinn af lífi fyrir brot sitt. 

476 farþegar voru um borð í ferjunni sem sökk hinn 16. apríl. sl. Aðeins 174 lifðu af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert