Fimm hús sópuðust burt

Vetrarmynd frá Odda í Hordalaland
Vetrarmynd frá Odda í Hordalaland Wikipedia

Fimm íbúðarhús og eitt útihús sópuðust burt í bænum Odda í Hordalaland í Noregi í nótt að sögn Morten Kronen, hjá lögreglunni í Hordaland. Lítið má út af bregða svo sjötta húsið við Røldalsvegen hafni ekki út í beljandi ánni.

Alls hafa fimmtán manns í Hjøllo þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna, segir Kronen í samtali við norska ríkisútvarpið í morgun.

Gríðarlegar rigningar hafa verið á þessum slóðum undanfarna daga og í Sogni og Fjordana hafa fleiri hundruð manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna vatnavaxta.

Kronen segir að rúta sem stóð á bílastæði skammt frá ánni Opo hafi sópast út í ána í nótt. Eins hefur fólk haft samband við lögreglu vegna húss við Røldalsvegen en þar er áin farin að grafa sig undir húsið og allt útlit fyrir að það fari fljótlega.

Karsten Måkestad, slökkviliðsstjóri í Odda, segir það eiginlega ótrúlegt að allir hafi sloppið heilir á húfi undan flóðunum. 

<span>Måkestad, sem hefur verið á vakt í alla nótt, segir í samtali við <a href="http://www.vg.no/nyheter/innenriks/vaer-og-uvaer/fem-hus-tatt-av-flom-i-odda/a/23324856/" target="_blank">VG</a> að ekki hafi heldur borist fregnir um að nokkurs sé saknað. Hann segir að þar skipti miklu að almannavarnir hafi strax gert sér grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið gæti orðið og hafið rýmingu strax.</span>

Að sögn 

<span>Måkestad voru rýmd 22 hús öðru megin við bakka Oda en 17 hús voru rýmd hinum megin við ána. Hann segir að menn voni að það versta sé búið og að vatnshæðin sé tekin að lækka.</span>

Áin Oba rennur í gegnum miðbæ Odda og í úrkomunni undanfarna daga óx mjög í ánni og flæddi hún yfir bakka sína í gær. 

<a href="/frettir/erlent/2014/10/28/alvarleg_flod_i_noregi/" target="_blank">Alvarleg flóð í Noregi</a>
Frá Odda
Frá Odda Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert