Draga verður úr óheftri notkun jarðefnaeldsneyta til muna til að koma í veg fyrir alvarlegar loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Þetta er tónninn sem er gefinn í nýrri skýrslu nefndarinnar. Frá þessu er greint á BBC.
Nefndin hvetur þjóðir heims til að árið 2050 verði mestallt rafmagn í heiminum framleitt án bruna jarðefnaeldsneytis. Þá þurfi nánast að hætta notkun jarðefnaeldsneytis með öllu fyrir árið 2100.
Nefndin bendir á að til þess að ná þessum markmiðum þurfi að nota flesta aðra kosti, þar á meðal kjarnorku.