Segir eiginkonuna hafa myrt Yöru

Tveir vinir Yöru vissu af ofbeldinu sem hún varð fyrir …
Tveir vinir Yöru vissu af ofbeldinu sem hún varð fyrir af hálfu fósturforeldra sinna. Skjáskot af Expressen.

Móðurbróðir Yöru, átta ára stúlku sem myrt var í Svíþjóð á fyrr á þessu ári, segir að eiginkona hans beri ein ábyrgð á morðinu. Hún segir aftur á móti að Yara hafi verið beitt ofbeldis utan heimilisins.

Hjónin sitja bæði í gæsluvarðhaldi, grunuð um að hafa beitt stúlkuna ofbeldi með þeim afleiðingum að hún lét lífið. Réttarhöld í málinu hófust fyrir helgi.

Konan heima og gætti barnanna

Fólkið hefur verið gift í fimm ár. Þau kynntust á Gaza og gengu í hjónaband þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra væru á móti hjónabandinu.

Maðurinn er lögfræðingur, konan gætti barnanna heima. Maðurinn er vinsæll meðal vinnufélaga sinna sem segja hann auðmjúkan, feiminn og varfærinn. Hann hefur leitað sér læknisaðstoðar vegna þunglyndis.

Skrifaði skilaboð í bókasafnsbækurnar

Konan hefur ekki fengið að vera í samskiptum við eiginmann sinn eftir morðið. Þegar hún komst að því að hann telji hana bera ábyrgð á morðinu, greip hún því til þess ráðs að fá bækur að láni á bókasafni fangelsisins

Í bækurnar skrifaði hún löng skilaboð og vonaði hún að hann myndi taka sömu bækur að láni. Sagði hún meðal annars að ef hann íhugaði að skilja við hana, þá muni hún ljóstra upp um þátt hans í málinu.

Lét lífið við hlið straubretta, ryksugu og plaststóls

Heimili hjónanna bar þess ekki merki að þar ættu þrjú börn heimili. Eitt rúm var í íbúðinni, þrír sófar og þrjár dýnur. Á koddunum voru ekki koddaver, á sængunum voru ekki sængurver.

Yara lést í horni á herbergis þar sem voru tvö straubretti, ryksuga, plaststóll og ísskápur. Í herberginu fannst bæði blóð og hár úr Yöru. Einnig fannst blóð úr henni víða í íbúðinni.

Vinir Yöru vissu af ofbeldinu

Maðurinn segir að konan hafi stuttan þráð og hún hafi einnig lagt hendur á hann. Hann segir að hegðun eiginkonu hans hafi breyst verulega eftir að önnur kona kom inn á heimilið, þegar Yara litla kom í fóstur til þeirra.

Tveir vinir Yöru vissu af ofbeldinu sem hún varð fyrir af hálfu fósturforeldra sinna. Þau hvöttu hana til að segja frá því. Hún var hrædd um að hún yrði lamin enn meira og bað þau um að segja engum frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert