Skipstjórinn dæmdur 36 ára fangelsi

Lee Jun-Seok
Lee Jun-Seok AFP

Skipstjóri suðurkóresku ferjunnar Sewol sem sökk í apríl var í dag dæmdur í 36 ára fangelsi. Yfir 300 manns fórust. Hann var sýknaður af ákæru um morð.

Réttarhöldin hafa staðið yfir í fimm mánuði en skipstjórinn, Lee Jun-Seok, og 14 aðrir úr áhöfn Sewol voru ákærðir vegna sjóslyssins. Fleiri hundruð ungmenni í skólafríi voru um borð í ferjunni er hún fórst við suðurströnd landsins.

Saksóknari hafi krafist þess að hann yrði dæmdur til dauða fyrir morð en Lee mun væntanlega vera á bak við lás og slá það sem eftir lifir ævinnar. 

Áhöfn ferjunnar gætti ekki nægjanlega vel að farmi ferjunnar sem fór af stað þegar skipið tók snögga beygju og hvolfdi ferjunni. Meðal gagna sem lögð voru fram við réttarhöldin sýna þar sem Lee forðar sér frá borði á meðan fjöldi farþega var enn um borð. Við réttarhöldin bað Lee farþegana afsökunar á að hafa yfirgefið þá.

Yfirvélstjóri ferjunnar var fundinn sekur um morð og dæmdur í 30 ára fangelsi. Þrettán aðrir úr áhöfn ferjunnar voru dæmdir í fangelsi, allt að tuttugu ára dóma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert