„Þetta er engin stúlka“

Cerys Yemm og Matthew Williams.
Cerys Yemm og Matthew Williams. Skjáskot af Daily Mail

„Hvað ertu að gera við stúlkuna?“ spurði hóteleigandinn mannætuna í Wales er hann gekk inn í herbergið. „Þetta er engin stúlka,“ var svarið sem hann fékk.

Matthew Williams er sagður hafa verið að leggja sér andlit konu til munns þegar að var komið. Konan lést af sárum sínum. Williams lést einnig eftir að lögreglumaður skaut hann með rafbyssu á staðnum.

Eigandi hótelsins sem hann dvaldi á kom að honum í alblóðugu herberginu. Eigandinn, Mandy Miles, segist hafa heyrt öskur úr herberginu og farið að athuga hvað var í gangi. 

Hún segist hafa séð líflausan líkama Cerys Yemm inni í herberginu og strax talið hana látna. „Ég gekk inn í herbergið og sá fullt af blóði og stúlku sem lá þarna grafkyrr,“ segir Miles í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina.

„Ég vissi að hún væri látin. Ég sagði við Matthew: Hvað ertu að gera við stúlkuna? En hann svaraði: Þetta er ekki stúlka.“

Miles hringdi á neyðarlínuna eftir að hafa tryggt að Williams kæmist ekki út úr herberginu. Hún telur að Willams hafi ekki vitað hvað hann var að gera en fram hefur komið að hann hafi neytt mikils magns fíkniefna fyrr um kvöldið. Þá er einnig verið að rannsaka hvort að hann hafi verið greindur með geðklofa og hafi ekki fengið meðferð við sjúkdómi sínum eftir að hann var látinn laus úr fangelsi, um tveimur vikum fyrir hinn viðurstyggilega gjörning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert