Stjórnmálakonan Sara Payne, móðir Söru Payne sem var numin á brott og myrt árið 2000, hefur neyðst til að loka aðgangi sínum á Twitter vegna ítrekaðrar áreitni. Áreitið er sagt tengjast morði dóttur hennar, ekki framboði hennar.
Áreitið hefur reyndar verið viðvarandi alla tíð síðan dóttir hennar hvarf, í gegnum hina ýmsu samfélagsmiðla. Sara yngri var myrt nærri heimili afa hennar og ömmu í West Sussex. Barnaníðingurinn Roy Whiting hlaut lífstíðardóm fyrir morðið á stúlkunni.
Skilaboðin sem Sara eldri hefur fengið að undanförnu tengjast þó frekar fyrrverandi eiginmanni hennar og föður Söru, Michael, sem fannst látinn á heimili sínu í síðasta mánuði. Hann glímdi við þunglyndi og áfengissýki eftir dauða dóttur sinnar.
Hún og fleiri hafa tilkynnt hótanirnar og rannsakar lögregla nú loks málið.
Faðir Söruh Payne fannst látinn