Lést af völdum áverka á hálsi og andliti

Cerys Yemm og Matthew Williams.
Cerys Yemm og Matthew Williams. Skjáskot af Daily Mail

Kona sem lést eftir að maður lagði sér andlit hennar til munns í Wales  fyrr í mánuðinum lést úr áverkum á hálsi og andliti sem veittir voru með skörpu áhaldi eða tönnum. Sky News segir frá þessu.

Konan fannst á hót­el­her­bergi í ná­grenni Blackwood í Suður-Wales. Þar var maður að leggja sér hluta úr and­liti hennar til munns. Hann lést eft­ir að lög­regl­an skaut hann með raf­byssu en konan lést skömmu síðar. 

Maður­inn hét Matt­hew Williams og var 34 ára. Hon­um var sleppt úr fangelsi í október en hann sat inni vegna árás­ar á þáver­andi sam­býl­is­konu sína. Hann hafði aðeins afplánað helm­ing fimm ára dóms er hon­um var sleppt. Hann hafði frá því dvalið á hót­el­inu sem er m.a. ætlað af­brota­mönn­um á skil­orði.

Fórnarlambið var 22 ára og hét Cerys Marie Yemm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert