Kona sem lést eftir að maður lagði sér andlit hennar til munns í Wales fyrr í mánuðinum lést úr áverkum á hálsi og andliti sem veittir voru með skörpu áhaldi eða tönnum. Sky News segir frá þessu.
Konan fannst á hótelherbergi í nágrenni Blackwood í Suður-Wales. Þar var maður að leggja sér hluta úr andliti hennar til munns. Hann lést eftir að lögreglan skaut hann með rafbyssu en konan lést skömmu síðar.
Maðurinn hét Matthew Williams og var 34 ára. Honum var sleppt úr fangelsi í október en hann sat inni vegna árásar á þáverandi sambýliskonu sína. Hann hafði aðeins afplánað helming fimm ára dóms er honum var sleppt. Hann hafði frá því dvalið á hótelinu sem er m.a. ætlað afbrotamönnum á skilorði.
Fórnarlambið var 22 ára og hét Cerys Marie Yemm.