Skaut tólf ára dreng með leikfangabyssu

Búið var að taka appelsínugult merki af byssunni og héldu …
Búið var að taka appelsínugult merki af byssunni og héldu því lögreglumennirnir að um alvöru byssu væri að ræða. AFP

Lögreglumaður í bandarísku borginni Cleveland skaut tólf ára gamlan dreng í gær sem hélt á leikfangabyssu. Var drengurinn skotinn í búkinn og undirgekkst aðgerð. NBC segir frá þessu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru lögreglumenni kallaðir út vegna einstaklings sem var að veifa byssu á leikvelli. Tveir lögreglumenn komu á staðinn og skutu drenginn þegar hann neitaði að fara upp með hendur og teygði sig í vasa sinn eftir byssunni.

Að sögn lögreglumannanna hafi verið búið að taka af byssunni appelsínugul merki sem eiga að gefa til kynna að byssan sé leikfang en ekki alvöru skammbyssa. Þeir hafa nú verið settir í leyfi á meðan málið er rannsakað. 

Uppfært 17:58

Samkvæmt frétt AFP um málið lést drengurinn af sárum sínum í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert