Darren Wilson hættur í lögreglunni

AFP

Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut átján ára pilt til bana í Ferguson í Missouri er hættur í lögreglunni. Lögmaður hans hefur staðfest þetta við fjölmiðla.

Líkt og kom fram á mbl.is fyrir helgi var Wilson og lögmaður hans, Neil Bruntrager, í viðræðum við yfirvöld um starfslok. Þeim er nú lokið með því að Wilson skilaði inn uppsagnarbréfi sem tekur gildi samdægurs.

Wilson segist hafa tekið þessa ákvörðun vegna hótana um að hann yrði fyrir ofbeldi en hann sneri aftur til starfa hjá lögreglunni. Óeirðir brutust út í Ferguson í liðinni viku þegar kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Wilson yrði ekki sóttur til saka fyrir að skjóta piltinn til bana í ágúst sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert