FARC hefur látið þrjá gísla lausa

Lögð voru höld á yfir níu þúsund vopn FARC-skæruliðasamtakanna fyrr …
Lögð voru höld á yfir níu þúsund vopn FARC-skæruliðasamtakanna fyrr í mánuðinum. AFP

For­seti Kól­umb­íu, Juan Manu­el Santos, seg­ir FARC-skæruliðasamtökin hafa látið herforingja og tvo aðra gísla sem höfðu verið í haldi þeirra í tvær vikur lausa í dag. Yfirvöld skutu friðarviðræðum við samtökin á frest þegar upp komst um mannrán samtakanna.

„Frelsaðir... í fullkomnu ásandi,“ skrifaði Santos á Twitter-síðu sína í dag. Í stöðuuppfærslu hans kom fram að herforinginn, sem heitir Ruben Alzate og gíslarnir tveir myndu komast til fjölskyldna sinna mjög fljótlega. 

Friðarviðræður stjórn­valda við skæru­liðasam­tök­in hafa staðið yfir með hlé­um síðustu tvö árin. Til­kynnt var um hvarf her­for­ingj­ans fyrr í mánuðinum en sam­band við hann slitnaði þegar hann var á ferð um Qui­bdo þar sem FARC-sam­tök­in eru mjög öfl­ug.

FARC-sam­tök­in voru stofnuð árið 1964 og er talið að liðsmenn þeirra séu um átta þúsund tals­ins. FARC hef­ur verið lang­öflug­asta skæru­liðahreyf­ing Rómönsku-Am­er­íku frá stofn­un en hún fjár­magn­ar starf­semi sína að stór­um hluta með eit­ur­lyfja­smygli og mann­rán­um.

FARC fjár­magn­ar m.a. starf­semi sína með sölu á kókaíni og …
FARC fjár­magn­ar m.a. starf­semi sína með sölu á kókaíni og efn­um til að búa það til. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka