Bandaríska þjóðin klofin

Mótmælendur sviðsettu dauða Brown í St. Louis í gærkvöldi.
Mótmælendur sviðsettu dauða Brown í St. Louis í gærkvöldi. AFP

Það lítur út fyrir að Bandaríkjamenn skiptist í tvennt þegar það kemur að viðhorfi fólks gagnvart úrskurði kviðdóms um að lögreglumaðurinn Darren Wilson verði ekki ákærður fyrir að hafa skotið átján ára mann til bana. 

Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var af The Washington Post eru 48% fullorðinna Bandaríkjamanna sammála ákvörðun kviðdómsins á meðan 45% sögðust vera ósamála. 

Í frétt Time um könnunina kemur fram að svör fólks hafi verið misjöfn eftir kynþætti og stjórnmálaskoðunum. Tæplega 10% svartra sem tóku þátt í könnuninni sögðust sammála ákvörðuninni á meðan tæplega 60% hvítra voru sammála.

Rúmlega 75% aðspurðra sem líta á sig sem repúblikana voru sammála því að Wilson verði ekki ákærður á meðan 27% demókrata voru sammála.

Ákvörðuninni hefur verið mótmælt út um öll Bandaríkin. Hér sjást …
Ákvörðuninni hefur verið mótmælt út um öll Bandaríkin. Hér sjást mótmælendur á Times Square í New York. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert