Lögreglumaður sem var sakaður um að hafa valdið dauða manns sem átti að handtaka í New York í Bandaríkjunum í sumar verður ekki ákærður. Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun rannsaka atvikið.
Lögreglumaðurinn tók hinn 43 ára Eric Garner hengingartaki á gangsétt í Tompkinsville á Staten-eyju í New York í sumar. Maðurinn, sem var óvopnaður, hafði deilt við lögreglumenn sem sökuðu hann um að selja ólöglegar sígaréttur.
Atburðurinn var tekinn upp á myndband og má þar sjá lögreglumanninn taka Garnar hengingartaki eftir rifrildi þeirra. Þá má sjá Garner berjast fyrir lífi sínu og heyrist hann segja að hann geti ekki andað.
Leystur frá störfum eftir hengingartak
Lést eftir hengingartak lögreglu