Þúsundir mótmæltu í New York

Frá mótmælunum í gærkvöldi.
Frá mótmælunum í gærkvöldi. AFP

Dauða Erics Garner var mótmælt aðra nóttina í röð í New York. Mörg þúsund manns streymdu út á götur borgarinnar og lokuðu meðal annars fyrir umferð að hluta til á Brooklyn-brúnni.

Mótmælin hófust í gær eftir að ákveðið var að ákæra ekki lögreglumann sem var sakaður um að hafa valdið dauða þeldökks manns í borginni í sumar. Lögreglumaðurinn tók Garner hengingartaki.

Mótmælendur söfnuðust einnig saman í öðrum borgum og trufluðu umferð. Mótmælendur báru líkkistur yfir Brooklyn-brúna og gengu í nokkrum hópum í gegnum Manhattan. Báru mótmælendur einnig borða sem á stóð „Kynþáttahatur drepur“ og „Þetta endar í dag“.

Lögreglumaðurinn verður ekki ákærður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert