Dauði hins 12 ára Tamir Rice, sem lögreglan skaut til bana í Cleveland í nóvember, hefur formlega verið úrskurðaður manndráp. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn m.a. skotinn í magann. Málið hefur vakið mikil viðbrögð en Rice var svartur og lögreglumennirnir sem á hann skutu hvítir. Þá var hann með leikfangabyssu og var það ljóst af tilkynningu sem barst lögreglu að líklega væri um leikfangabyssu að ræða.
Lögreglan fékk tilkynningu þann 22. nóvember um að drengur væri að sveifla byssu á leikvelli. Sá sem tilkynnti um málið sagði að líklega væri um leikfangabyssu að ræða. Lögreglumennirnir sem fóru á staðinn skutu á Rice og lést hann á sjúkrahúsi daginn eftir.
Í krufningarskýrslu kemur fram að Rice hafi fengið eitt skotsár í magann.
Í frétt Reuters um málið segir að fram hafi komið að lögreglumennirnir skutu Rice innan við tveimur sekúndum eftir að þeir komu á vettvang.
Fjölskylda Rice krefst þess að lögreglumennirnir verði ákærðir. Lögreglumaðurinn sem skaut Rice var óreyndur, hafði aðeins verið í lögreglunni í eit ár.