Gerðu áhlaup á kaffihúsið

Lögreglan hélt á særðri konu út af kaffihúsinu.
Lögreglan hélt á særðri konu út af kaffihúsinu. AFP

Lögreglumenn hafa nú gert áhlaup á kaffihúsið í Sydney í Ástralíu þar sem maður hélt um tuttugu manns í gíslingu. Lögreglan segir að umsátrinu sé nú lokið.

Fleiri gíslar sáust komast út af kaffihúsinu, m.a. sást lögreglumaður halda á grátandi konu út úr húsinu. Í frétt Sky kemur fram að fjórir hafi verið bornir út á sjúkrabörum.

Gíslatökumaðurinn heitir Sheikh Man Haron Mon­is og er 49 ára gam­all. Þetta hef­ur Sky News eft­ir lög­regl­unni í Syd­ney. Seg­ir lög­regl­an jafn­framt að Mon­is sé vel þekkt­ur inn­an lög­regl­unn­ar. BBC segir að maðurinn sé íranskur flóttamaður. Hann er m.a. þekktur fyrir að senda fjölskyldum hermanna í Afganistan hótunarbréf.

Hundruð lögreglumanna hafa setið um kaffihúsið í morgun en rúmlega hálfur sólarhringur er liðinn frá því að maðurinn tók fólkið í gíslingu á Lindt-kaffihúsinu. Hann lét gísla m.a. halda fána úti í glugga með arabískri áletrun á meðan tugum byssuhlaupa var beint að húsinu.

Skothríð hefur heyrst á vettvangi sem og háværar sprengingar að sögn sjónarvotta. Maðurinn hélt því fram að hann væri með þrjár sprengjur. Sprengjuleitarvél, sérstakt vélmenni til þess hannað, er á leið inn í bygginguna til að athuga hvort að sprengjur sé þar að finna.

Einn gíslanna kemur hlaupandi út af kaffihúsinu.
Einn gíslanna kemur hlaupandi út af kaffihúsinu. AFP
Mynd sem náðist af Sheikh Man Haron Monis við gíslatökuna.
Mynd sem náðist af Sheikh Man Haron Monis við gíslatökuna. Skjáskot af Sky
Gíslar koma hlaupandi út úr kaffihúsinu með hendur upp í …
Gíslar koma hlaupandi út úr kaffihúsinu með hendur upp í loft. AFP
Gíslar sem komust út af kaffihúsinu í dag.
Gíslar sem komust út af kaffihúsinu í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert