The punters are back taking selfies 100m from the Lindt Cafe #sydneysiege pic.twitter.com/JoAa9JO0Ep
Sky fréttastofan hefur eftir leiðtoga múslíma í Sydney, Jamal Rifi, að lögreglan viti hver gíslatökumaðurinn er og Rifi segist sjálfur vita hver hann. Maðurinn hefur haldið fólki í gíslingu í meira en hálfan sólarhring.
Samkvæmt fréttum Sky og Guardian eru gíslarnir um tuttugu talsins en fimm sluppu úr gíslingunni snemma í morgun. Gíslatökumaðurinn er einn á ferð en hann segist hafa komið fjórum sprengjum fyrir, tveimur inni á Lindt kaffihúsinu þar sem heldur fólkinu í gíslingu og tveimur annars staðar í borginni.
Mannræninginn hefur slökkt öll ljós í kaffihúsinu og er ekkert vitað um afdrif gíslanna sem enn eru í haldi.
Lögregla rannsakar nú fréttir um að árásarmaðurinn hafi nýtt sér samfélagsmiðlaaðgang eins af gíslunum tilþess að fara fram á fund með forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbott.
Samkvæmt Sky er maðurinn þekktur meðal sérsveitar lögreglunnar og að sögn fréttamanns sem hefur fylgst með atburðarrásinni virðist sem mannræninginn hafi reiðst mjög þegar gíslarnir flúðu.
Samkvæmt frétt Sydney Morning Herald virðist sem hörmungar laði fram það besta í sumum en ekki öllum. Bendir fjölmiðillinn á að glaðhlakkalegir vegfarendur taki af sér selfies myndir með kaffihúsið í bakgrunni og sendi inn á Instagram. Eins hafi einhver verið svo smekklegur að deila mynd af sér með slökkviliðsbíl í bakgrunni með hashtagið #hostagesituationselfie. Myndinni var síðar eytt út af aðgangi hans.
The punters are back taking selfies 100m from the Lindt Cafe #sydneysiege pic.twitter.com/JoAa9JO0Ep