Maðurinn sem heldur allt að tuttugu manns í gíslingu á kaffihúsi í Sydney í Ástralíu heitir Sheikh Man Haron Monis og er 49 ára gamall. Þetta hefur Sky News eftir lögreglunni í Sydney. Segir lögreglan jafnframt að Monis sé vel þekktur innan lögreglunnar.
Sprengingar og byssuskot hafa nú heyrst frá vettangi og fimm gíslar til viðbótar hafa komið út. Þá herma fréttir að lögreglan sé nú farin inn á kaffihúsið.
Samkvæmt frétt BBC er maðurinn íranskur flóttamaður. Á hann að vera þekktur innan lögreglunnar fyrir fjölmörg ofbeldisbrot. Honum var sleppt úr haldi gegn tryggingu.
Honum hafði verið veitt pólitískt hæli í Ástralíu. Lögfræðingur hans hefur lýst honum sem einfara.
Manis hefur haldið fólkinu í meira en hálfan sólarhring. Hann segist hafa komið fjórum sprengjum fyrir, tveimur inni á Lindt kaffihúsinu þar sem heldur fólkinu í gíslingu og tveimur annars staðar í borginni.
Fimm gíslar náðu að sleppa en lögregla veit ekki nákvæmlega hversu margir eru enn inni.