Netverjar hafa margir hverjir orðið eldvondir eftir að sjálfsmyndir frá vettvangi gíslatökunnar í Sydney hafa tekið að birtast á samfélagsmiðlum. Skælbrosandi vegfarendur hafa tekið af sér sjálfsmyndir við Lindt-kaffihúsið og sett inn á Twitter og Instagram en fengið í staðinn fordæmingu heimsins.
„Fólk þarf að vera alvarlega veikt á geði og gjörsamlega snautt af tillitsemi til að haga sér svona,“ skrifaði einn notenda Twitter við eina af sjálfsmyndunum og virðist sem hann eigi sér mörg skoðanasystkin.
Í samtali við ástralska miðla segir hins vegar Lauren Rosewarne að þess háttar hegðun eigi ekki að koma neinum á óvart. Rosewarne hefur gert sér nútímamenningu að fræðigrein og hélt nýverið erindi um sjálfsmyndir sem teknar eru í útförum. „Þeim sem eldri eru finnst það eflaust smekklaust að taka myndavél með sér í útför en staðreyndin er sú að í dag ganga allir með myndavél á sér og nota þær.“
Hún segist telja að fólkið sem tók af sér sjálfsmyndir á vettvangi gíslatökunnar hafi væntanlega ekki gert sér grein fyrir því að athæfið gæti verið talið óviðeigandi. Um sé að ræða viðburð sem heimurinn fylgist grannt með og eflaust hafi fólkið einfaldlega viljað vera hluti af viðburðinum. „Þetta er nokkurs konar sjálfsdýrkun og svo virðist sem sjálfsmyndakynslóðina skorti siðferðilegan þroska. Það er munur á því að taka mynd af vettvangi eða taka mynd af sjálfum sér á vettvangi.
#SydneySiege selfies: Outrage at 'terror tourists' smiling & snapping at #lindtcafe http://t.co/xokHs4WAzf
— RT (@RT_com) December 15, 2014
The punters are back taking selfies 100m from the Lindt Cafe #sydneysiege pic.twitter.com/JoAa9JO0Ep
— Mark Di Stefano (@MarkDiStef) December 15, 2014