Tveir gíslar létust

AFP

Lögrelgan í Sydney í Ástralíu hefur staðfest að maðurinn sem hélt fólki í gíslingu á kaffihúsi í borginni í dag sé látinn. Lögreglan segir að tveir gíslar hafi einnig látist og að fjórir hafi særst í aðgerðunum í dag.

Að sögn lögreglu var byssumaðurinn einn á ferð. Hann var skotinn í aðgerðum lögreglunnar og fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Í fyrstu var talið að maðurinn, sem var fimmtugur, hefði komið fyrir sprengjum í borginni en engar sprengjur hafa fundist.

Lögreglan segir að 34 ára gamall karlmaður og 38 ára gömul kona hafi einnig látist. Alls voru 17 í haldi mannsins á kaffihúsinu í miðborg Sydney. 

Þungvopnaðir lögreglumenn gerðu áhlaup á kaffihúsið fyrr í dag til að binda enda á umsátrið sem hafði staðið yfir í um 16 klukkustundir. Maðurinn sem tók fólkið í gíslinu var íranskur íslamisti. 

Lögreglan beitti skotvopnum og leiftursprengjum þegar hún lagði til atlögu í Sydney í dag eftir að nokkrir starfsmenn og viðskiptavinir kaffihúsins náðu að komast út. Lögreglan fór inn eftir að byssumaðurinn hafði hleypt af haglabyssu. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert