Af hverju var Monis með byssuleyfi?

Man Haron Monis.
Man Haron Monis. AFP

Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, hefur farið fram á að rannsakað verði af hverju Man Haron Monis, maðurinn sem myrti tvo á kaffihúsi í Sydney í Ástralíu í vikunni eftir 17 klukkustunda umsátur fékk byssuleyfi.

Monis var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar og ofbeldi. Hann lá einnig undir grun þegar eiginkona hans var myrt á hrottalegan hátt og þá hafa margar konur kært hann fyrir kynferðisofbeldi.

Abbott vill einnig vita af hverju Monis var ekki undir eftirliti og ástæðu þess að hann fékk ástralskan ríkisborgararétt.

Hinn 34 ára Tori Johnson og hin 38 ára Katrina Dawson létu lífið á kaffihúsinu en hinir fimmtán gíslarnir lifðu af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert